Fundur fjallskilanefndar haldinn að Staðarbakka þann 18. nóvember 2014 kl. 21:00.
Allir nefndarmenn voru mættir.
Formaður bauð fundarmenn velkomna.
1. Farið var yfir athugasemdir er Gústav Ásbjörnsson landgræðslunni hafði gert við drögin að landbótaáætluninni fyrir Fljótshlíðarafrétt 2015-2025. Gerðar nokkrar breytingar á áætluninni og samþykkt síðan að leggja hana fram fyrir upprekstraraðila til undirritunar. Boðaður hefur verið fundur á morgun. Þar sem gert er ráð fyrir að undirritun fari fram.
Fleira ekki gert , fundi slitið.
Kristinn Jónsson
Rúnar Ólafsson
Ágúst Jensson