- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
31. fundur Fræðslunefndar Rangárþings eystra haldinn í litla salnum í Hvoli miðvikudaginn 7. september kl. 16:30.
Mættir voru Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Tómas Grétar Gunnarsson, Christiane Bahner (varamaður Hildar Ágústsdóttur), Pálína Björk Jónsdóttir (fulltrúi starfsmanna Hvolsskóla), Lovísa Herborg Ragnarsdóttir (fulltrúi foreldrafélags Hvolsskóla), Anna Kristín Helgadóttir (skólastjóri Arkar), Birna Sigurðardóttir (skólastjóri Hvolsskóla), Berglind Hákonardottir (fulltrúi foreldra Arkar), Lilja Einarsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir (varamaður Daníels Gunnarssonar) og Árný Jóna Sigurðardóttir (fulltrúi starfsfólks Arkar). Heiða Björg Scheving var fjarverandi og enginn fulltrúi mætti í hennar stað.
Dagskrá:
1)Breyting á nefndarskipan. Arnheiður gerir grein fyrir að hún sé að hefja störf hjá skólaþjónustunni og ætli því að stíga til hliðar sem formaður fræðslunefndar og stingur jafnframt upp á að Lilja Einarsdóttir taki við. Er það samþykkt af fræðslunefnd. Lilja þakkar traustið og Fræðslunefnd þakkar Arnheiði fyrir vel unnin störf. Arnheiður víkur af fundi og Lilja tekur við stjórn fundarins.
2)Málefni leikskólans Arkar. Anna Kristín Helgadóttir segir frá starfinu í leikskólanum. Erfiðlega gengur að manna stöður og enn vantar 1-2 stöðugildi. Nýr aðstoðarleikskólastjóri hóf störf 5. sept. Í vetur verða 5 starfsmenn í námi í leikskólafræðum með stuðningi sveitarfélagsins. Fjöldi nemenda síðasta vetur varð mest 107 síðastliðinn maí en telja má leikskólann fullsetinn með um 110 nemendur. Horfur eru á að engin börn verði á biðlista eftir 1. október. Vetrarstarfið er að fara í gang með ýmis verkefni, til stendur að innleiða Tákn með tali, ný heimasíða er í vinnslu og ýmislegt fleira.
3)Málefni Hvolsskóla. Birna Sigurðardóttir segir frá starfi í Hvolsskóla. Nemendur eru 228 og þar af koma tæp 47% með skólabílum á morgnana. Starfsmenn eru 61. Af 28 kennurum í 24 stöðugildum starfa 5 á undanþágu án leyfisbréfa en þeir eru allir í meistaranámi í kennslufræðum. Áfram er kennt í þriggja anna kerfi í 170 skóladaga. Ýmis langtímaverkefni eru í gangi; Grænfánaverkefni, ART, Uppeldi til ábyrgðar og Heilsueflandi grunnskóli auk fjölbreyttra styttri verkefna og viðburða fram á vor. Óvissa er um framvindu kjarasamninga sem hafa verið felldir tvisvar sinnum.
4)Námskeiðs- og fræðslufundaáætlun á vegum Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslna haustið 2016 kynnt. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með fjölbreytt og áhugavert framboð af námskeiðum.
5)Læsisráðstefna í Rangárþingi eystra 8. september 2016. Birna og Anna Kristín segja stuttlega frá metnaðarfullri dagskrá. Fræðslunefndin lýsir yfir ánægju með ráðstefnuna og þakkar aðstandendum ráðstefnunnar fyrir framtakið. Nefndin hefur þegar hvatt sveitarstjórn, stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins til að gefa starfsmönnum tækifæri til að taka þátt í ráðstefnunni.
6)Staða læsis-/lestrarstefnu í Rangárþingi eystra. Könnun á vegum Menntamálastofnunar lögð fram til kynningar.
7)Önnur mál. Umræða var um sorp- og endurvinnslumál skólanna.
Fundi slitið 18:20