Fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, þriðjudaginn 30. apríl 2013, kl.13:00 


Mættir:  Egill Sigurðsson, Drífa Hjartardóttir, sem ritar fundargerð og Ágúst Ingi Ólafsson.   Einnig sat fundinn Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.  

Ágúst Ingi Ólafsson setti fund.


Dagskrá:

1. Ársreikningur 2012.


Ársreikningur lagður fram , samþykktur og áritaður af stjórn og vísað til aðalfundar.


2. Yfirlit um reksturinn það sem af er árinu 2013.


Formaður lagði fram rekstraryfirlit  síðustu þriggja mánaða. Rekstur er í jafnvægi miðað við fjárhagsáætlun ársins  2013.


3. Ákvörðun um aðalfund.


Aðalfundur ákveðinn  föstudaginn 10. maí kl. 13.00.


4. Önnur mál.


Böðvar Bjarnason slökkviliðsstjóri ræddi  um sinubruna og  hvetur til þess að sinubruni verði bannaður með lögum.
Rætt um búnað slökkviliðsins og  er hann endurnýjaður eftir þörfum að sögn slökkviliðsstjóra.


Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13.45.


Ágúst Ingi Ólafsson
Drífa Hjartardóttir
Egill Sigurðsson
Böðvar Bjarnason