Fundargerð


Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Goðalandi  þann 24.02 2016.
Mættir voru allir nefndarmenn auk þess allir þeir sem nýta Grænafjall, afrétt Fljótshlíðinga.
1. Fram var lögð endurskoðuð landbótaáætlun fyrir afréttinn sem unnin hafði verið í samvinnu við fulltrúa Landgræðslunnar Garðar Þorfinnsson auk þess sem allir afréttarnotendur höfðu fengið hana sent í tölvupósti til yfirlestrar og skoðunar. 
Var hún samþykkt og undirrituð . Verður hún send til Landgræðslunnar til staðfestingar og þaðan til MAST til samþykktar. 

Umræður urðu um málefni afréttarins og hugur í fólki að gera enn betur en fram kemur í landbótaáætluninni. 
Fundi slitið
Kristinn Jónsson