Fjallskilanefnd Fljótshlíðar 8. Júní 2016.
Gróðurskoðunarferð.
Farið var í gróðurskoðunarferð á Fljótshlíðarafrétt. Ástand á gróðri var mjög gott. Birki og víðir hvarvetna sprungið út og annar gróður vel á veg kominn. Jörð er að verða nokkuð þurr.
Ákveðið var að opna á hóflega beit frá og með deginum í dag. Í byrjun verði eingöngu sleppt á framafrétt.
Ágúst Jensson,
Rúnar Ólafsson
Magnús Þór Einarsson