Fundargerð


Fundur Fjallskilanefndar Fljótshlíðar haldinn að Staðarbakka þann 11. júlí 2016 kl 21:00.
Mættir voru allir nefndarmen Kristinn, Ágúst og Rúnar.
Farið var yfir ársreikninga síðastliðið ár. Samþykkt var að fyrsta leit á Grænafjall fari fram föstudaginn 9. sept.
Byggðasmölun fari fram þann 17. sept. 
Samþykkt var að hafa álögð fjallskil óbreytt frá fyrra ári 3.000 kr. per jörð samkvæmt afréttarskrá og 65 kr . á hverja ásetta kind. 
Greiðsla fyrir leitir og réttarferðir verði óbreytt.   Samþykkt var að smala Rauðanefsstaði og greiða gjald eins og verið hefur. 
Skikkað var í leitir..
Rétt í Felli 12. sept kl. 10:00, Byggðarrétt 18. sept kl 11:00

Ekki fleira gert, fundi slitið.


Kristinn Jónsson,
Ágúst Jensson 
Rúnar Ólafsson