- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundargerð
48. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn fimmtudaginn 9. mars 2017, kl. 09:00 á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Ormsvelli 1, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Guðlaug Ósk Svansdóttir, Lilja Einarsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Víðir Jóhannsson, Guðmundur Ólafsson og Anton Kári Halldórsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Skipulagsnefnd samþykkir að bæta eftirfarandi erindi á dagskrá:
1703035Hvolsvöllur tengivirki - Deiliskipulag
Efnisyfirlit:
1.1703027Skógasafn – Umsókn um leyfi fyrir skiltum
2.1703026Ormsvöllur 11 – Lóðarumsókn
3.1703025C-gata lóð 12 – Lóðarumsókn
4.1703024Hallgeirseyjarhjáleiga II – Umsókn um stöðuleyfi
5.1703023Úlfsey – Landskipti
6.1703022Steinmóðarbær land – Landskipti
7.1703021Eyvindarholt-Langhólmi – Deiliskipulag
8.1703020Núpsbakki 1 – Deiliskipulag
9.1703019Rauðsbakki – Aðalskipulagsbreyting
10.1702018Þorvaldseyri, Gestastofa – Umsókn um stöðuleyfi
11.1703017Hesteyrar – Fyrirspurn vegna breyttrar landnotkunar
12.1703016Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
13.1703015Fagrafell – Umsókn um framkvæmdaleyfi
14.1610067Skíðbakki, Bryggjur – Deiliskipulag
15.1605043Þórólfsfellsgarður – Umsókn um framkvæmdarleyfi
16.1703035Hvolsvöllur tengivirki - Deiliskipulag
SKIPULAGSMÁL:
1.1703027Skógasafn – Umsókn um leyfi fyrir skiltum
Sverrir Magnússon f.h. Skógasafns kt. 700655-0169, sækir um leyfi til uppsetningar á skiltum sem vísa á safnið skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulagsnefnd heimilar uppsetningu skiltana en ítrekar að uppsetning verði í góðu samráði við Vegagerðina sem sér um veghald á svæðinu. Eins bendir nefndin á að æskilegt væri að vera í góðu samráði við Kötlu jarðvang sem hefur verið að vinna að samræmingu skiltamála innan jarðvangsins.
2.1703026Ormsvöllur 11 – Lóðarumsókn
Jónas Örn Hreiðarsson f.h. Bf. Hvassafell ehf. sækir um að fá úthlutað lóðinni Ormsvöllur 11, Hvolsvelli, til byggingar iðnaðarhúsnæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
3.1703025C-gata lóð 12 – Lóðarumsókn
Bjarni Haukur Jónsson kt. 220477-5339, sækir um að fá úthlutað lóðinni C-gata lóð 12, Miðkrika til byggingar hesthúss.
Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.
4.1703024Hallgeirseyjarhjáleiga II – Umsókn um stöðuleyfi
Bjarki Rúnar Arnarsson kt. 010478-5379, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur gámaeiningum á lóðinni Hallgeirseyjarhjáleiga II. Gámarnir verða nýttir sem salernis- og búningaaðstað fyrir hestaleigu sem til stendur að opna á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs.
5.1703023Úlfsey – Landskipti og samruni
Ásta Guðmundsdóttir kt. 280148-4749, óskar eftir því að skipta 16,3 ha spildu úr jörðinni Úlfsey ln. 207729. Einnig er óskað eftir því að hin nýja spilda verði sameinuð jörðinni Syðri-Úlfsstaðir ln. 163890. Úlfsey ln. 207729 verður eftir skiptin 3,7 ha. Landskipta og sameiningaruppdráttur er unnin af Landnot ehf. dags. 10.03.2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og sameininguna.
6.1703022Steinmóðarbær land – Landskipti
Alessandro Tamburini kt. 281069-2929, óskar eftir því að skipta 1,89 ha spildu úr jörðinni Steinmóðarbær land ln. 191987, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Luigi Bartolozzi, dags. 17.02.17. Óskað er eftir því að hin nýja spilda fái heitið Steinmóðarbær 1.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á nýju spildunni.
7.1703021Eyvindarholt-Langhólmi – Deiliskipulag
Kjartan Garðarsson kt. 130555-7649, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir frístundasvæði í landi Eyvindarholts-Langhólma ln. 224712. Einnig er óskað eftir því að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra þar sem landnotkun á svæðinu verði breytt í frístundasvæði. Í deiliskipulagstillögu verður gert ráð fyrir byggingu allt 14 frístundahúsa.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Einnig leggur nefndin til að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra, þar sem landnotkun á umræddu svæði verði breytt í frístundasvæði. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
8.1703020Núpsbakki 1 – Deiliskipulag
Guðrún Bára Sverrisdóttir kt. 240187-2489 og Davíð Örn Ólafsson kt. 040787-2329, óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lögbýlið Núpsbakka 1 ln. 175933. Deiliskipulagssvæðið tekur til um 7,5 ha úr jörðinni. Tillagan tekur til fjögurra byggingarreita, fyrir stækkun núverandi íbúðarhúss og fjárhúss, fyrir byggingu nýs íbúðarhúss og nýs frístundarhús.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9.1703019Rauðsbakki – Aðalskipulagsbreyting
Rangárþing eystra leggur fram lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir Rauðsbakka, Austur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í að landbúnaðarsvæði er breytt í svæði fyrir verslun og þjónusut. Jörðin Rauðsbakki er um 58 ha að stærð. Aðalskipulagsbreytingin tekur til um 5,7 ha á jörðinni, sem ætlaðir eru fyrir uppbyggingu hótels/gististaðar.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að lýsingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila ásamt því að kynna hana fyrir almenningi skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.1702018Þorvaldseyri, Gestastofa – Umsókn um stöðuleyfi
Ólafur Eggertsson f.h. Eyrarbúsins ehf. kt. 550506-0680, sækir um stöðuleyfi fyrir þremur gámaeiningum á lóðinni Þorvaldseyri land 163729. Um er að ræða íbúðargám sem nýttur verður sem starfsmannaaðstaða, salernisgám og einn tengigám. Gámarnir verða tengdir við núverandi Gestastofu á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu stöðuleyfis til eins árs. Skipulagsnefnd setur skilyrði fyrir því að gengið verði frá gámunum í samræmi við útlit á núverandi byggingu.
11.1703017Hesteyrar – Fyrirspurn vegna breyttrar landnotkunar
Guðmundur Þ Jónsson f.h. S.Þ Guðmundsson ehf. kt. 601201-4450, óskar eftir áliti sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar breytingar á landnotkun nokkurra spildna sem bera heitið Hesteyrar 1-8 og eru staðsettar í Vestur-Landeyjum. Fyrirhugað er að tveir byggingarreitir verði skilgreindir á hverri lóð, annan fyrir sumarhús allt að 100m² og hinn fyrir hesthús söum stærð.
Í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024 er umrætt landsvæði skilgreint sem gott landbúnaðarland í gullflokki, einnig kemur fram í aðalskipulaginu að forðast skuli að skilgreina frístundabyggð á slíku landi. Því telur skipulagsnefnd ekki æskilegt að breyta landnotkun í frístundasvæði.
12.1703016Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Rangárþing eystra vinnur nú að deiliskipulagsbreytingu fyrir hluta svæðis inna marka samþykkts deiliskipulags Ytri-Skóga. Umhverfisstofnun kemur einnig að mótun tillögunar þar sem hún hefur forsjá yfir hinu friðlýsta svæði umhverfis Skógafoss. Tillagan mun að mestu snúast um aðkomu að svæðinu, bílastæðum, göngustígum ofl. Lagt fram til kynningar.
Skipulagsnefnd fer yfir fyrstu drög að deiliskipulagsbreytingu. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að staðsetning neðri útsýnispalls verði vel ígrunduð m.t.t útsýnis að fossinum. Nefndin hvetur landeigendur til þess að uppbygging á nýju tjaldsvæði verði hafin sem allra fyrst. Að öðru leyti fagnar skipulagsnefnd framkomnum tillögum.
13.1703015Fagrafell – Umsókn um framkvæmdaleyfi
Vegagerðin kt. 680269-2899, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efndstöku úr námu í Fagrafelli. Náman er skilgreind í aðalskipulagi Rangárþings eystra sem náma nr. E-408. Alls er áætlað að taka um 2000 m³ af efni úr námunni sem nota í viðhald á vegum í námunda við hana. Áætlaður vinnslutími er apríl til september 2017.
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdarleyfi fyrir efnistökunni með fyrirvara um samþykki landeiganda.
14.1610067Skíðbakki 1, Bryggjur – Deiliskipulag
Rútur Pálsson kt. 050658-4819 og Guðbjörg Albertsdóttir kt. 190165-4189, leggja fram deiliskipulagstillögu fyir Skíðbakka 1 / Bryggjur. Tillagan tekur til um 2,6 ha landspildu úr jörðinni. Gert er ráð fyrir þremur byggingarreitum fyrir byggingu íbúarhúss, viðbyggingu við núverandi gestahús og nýtt gestahús.
Nefndin bendir á að æskilegt væri að skoða með styttri vegtengingu að svæðinu t.d. með vegtengingu við Krossveg til vesturs, enda myndi það auðvelda alla þjónustu við fyrirhugað lögbýli. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15.1605043Þórólfsfellsgarður – Framkvæmdarleyfi
Erindi Vegagerðar og Landgræðslu vegna fyrihugaðrar umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir Þórólfsfellsgarði. Áður veitt framkvæmdaleyfi fyrir garðinum var fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar þann 11. febrúar 2016.
Lagt fram til kynningar.
16.1703035Hvolsvöllur tengivirki - Deiliskipulag
Erla Bryndís Kristjánsdóttir f.h. Verkís hf. 611276-0289, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lóð Landsnets og Rarik við Austurveg á Hvolsvelli. Tillagan gerir ráð fyrir núverandi lóð verði skipt upp í tvær lóðir. Á annari lóðinni verður heimilt að reisa allt að 700m² aðveitustöð á einni til tveimur hæðum. Hámarkshæð húss verður 11 m. Aðveitustöðinni er ætlað að hýsa allt að 66 kV rofabúnað til tengingar við þær línur og strengi sem koma í tengivirkið. Öll starfsemi skal fara fram innanhúss en ekki er gert ráð fyrir tengivirki utanhúss á lóðinni. Á hinni lóðinni verður heimilt að stækka núverandi aðveitustöð í allt að 150m². Hámarkshæð húss verður 7 m. Einnig verður heimilt að reisa á lóðinni allt að 3000m² lagerhúsnæði sem leysir af hólmi hluta núverandi lagersvæða. Hámarkshæð lagershúss verður 7,5 m.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið 10:53
________________________________________________________
Guðlaug Ósk SvansdóttirÞorsteinn Jónsson
________________________________________________________
Lilja EinarsdóttirGuðmundur Ólafsson
________________________________________________________
Víðir JóhannssonAnton Kári Halldórsson