- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
61. fundur í skipulagsnefnd Rangárþings eystra haldinn föstudaginn 17. ágúst 2018, kl. 08:10 á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Mættir nefndarmenn: Anton Kári Halldórsson, Esther Sigurpálsdóttir, Víðir Jóhannsson, Lilja Einarsdóttir og Anna Runólfsdóttir.
Samþykkt að bæta eftirfarndi málum á dagskrá:
12. 1412003 Drangshíðardalur -Deiliskipulag
13. 1709019 Kvoslækur - Deiliskipulag
Anton Kári Halldórsson ritaði fundargerð.
Efnisyfirlit:
SKIPULAGSMÁL:
1. 1808030 Sýslumannstún – Lóðarumsókn - Raðhús
2. 1808029 Sýslumannstún – Lóðarumsókn - Parhús
3. 1808028 Vatnahjáleiga - Landskipti
4. 1808027 Hamragarðar lóð – Staðfesting landamerkja og ósk um breytt heiti
5. 1808026 Brúnir- Landskipti
6. 1808025 Gunnarsgerði 10 – Lóðarumsókn
7. 1808024 Gunnarsgerði – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
8. 1806059 Múlakot lóð – Umsókn um byggingarleyfi
9. 1804026 Heylækur 3 - Deiliskipulag
10. 1603062 Hamragarðar / Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
11. 1309001 Hamragarðar / Seljalandsfoss – Deiliskipulag
12. 1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag
13. 1709019 Kvoslækur - Deiliskipulag
SKIPULAGSMÁL:
1. 1808030 Sýslumannstún – Lóðarumsókn - Raðhús
Sláturfélag Suðurlands, sækir um að fá úthlutað lóð undir 8 íbúða raðhús á Sýslumannstúninu á Hvolsvelli.
Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutunina á grundvelli 9. gr. reglna um lóðarúthlutanir í Rangárþingi eystra og samkomulagi milli sveitarfélagsins og SS dags. 26. janúar 2017.
2. 1808029 Sýslumannstún – Lóðarumsókn - Parhús
Hafsteinn Sigurbjörnsson, sækir um að fá úthlutað lóð undir parhús á Sýslumannstúninu á Hvolsvelli.
Afgreiðslu frestað þar til lóðir verða auglýstar lausar til úthlutunar.
3. 1808028 Vatnahjáleiga - Landskipti
Viðar Marmundsson, óskar eftir því að skipta lóðinni Syðri-Vatnahjáleigu, 640m2 úr jörðinni Vatnahjáleiga ln. 163891, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. Matshlutar 02 og 10 færast yfir á hina nýju lóð. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja Vatnahjáleigu ln. 163891.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á lóðinni.
4. 1808027 Hamragarðar lóð – Staðfesting landamerkja og ósk um breytt heiti.
Guðjón Traustason, óskar eftir staðfestingu Rangárþings eystra á landamerkjum lóðanna Hamragarðar lóð 205542 og Hamragarðar lóð 163821, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Landnot ehf. dags. 5. júlí 2018. Einnig er óskað eftir því að heiti lóðanna breytist í Hamralundur 1 og Hamralundur 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landamerki lóðanna fyrir sitt leyti. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytt heiti lóðanna.
5. 1808029 Brúnir - Landskipti
Símon Oddgeirsson, óskar eftir því að skipta spildunni Brúnir 1, 3,0ha úr jörðinni Brúnir ln. 163751 svk. meðfylgjandi greinargerð og uppdrætti unnum af EFLU dags. í júlí 2018.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.
6. 1808025 Gunnarsgerði 10 – Lóðarumsókn
Anna Rún Einarsdóttir og Eiður Örn Harðarson, sækja um að fá úthlutað lóðinni Gunnarsgerði 10, undir byggingu einbýlishúss.
Lilja Einarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu umsóknarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir lóðarúthlutunina.
7. 1808024 Gunnarsgerði – Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Rangárþing eystra leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Gunnarsgerði á Hvolsvelli. Ástæða breytingarinnar er mikil eftirspurn eftir smáíbúðum í sveitarfélaginu. Breytingin tekur til lóðar nr. 1 við Gunnarsgerði. Íbúðum í raðhúsi er fjölgað um tvær og verða samtals sex. Mesta mænishæð breytist úr 5,3 m í 4,5 m. Á lóðinni er ekki gert ráð fyrir bílgeymslum. Hámarksnýtingarhlutfall lóðar breytis úr 0,45 í 0,32 og bílastæðakrafa breytist úr tveimur í eitt stæði fyrir hverja íbúð.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagsbreytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra.
8. 1806059 Múlakot lóð – Umsókn um byggingarleyfi
Sigríður J. Friðjónsdóttir og Sigríður A. Pálmadóttir, sækja um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni Múlakot lóð ln. 164143, skv. meðfylgjandi uppdráttum og fylgigögnum. Þar sem vikið er frá ákvæðum gildandi deiliskipulags fyrir svæðið, samþykkti skipulagsnefnd á síðasta fundi sínum að byggingarleyfisumsókn skildi grenndarkynnt. Athugasemdafrestur grenndarkynningar var til 30. júlí 2018.
Ein athugasemd barst á tímabili grenndarkynningar. Athugasemdin snýr að fjölda húsa innan lóðarinnar, fjarlægð nýbyggingar frá lóðamörkum og fjölgun rotþróa á lóðinni. Skipulagsnefnd tekur tillit til athugasemdar að hluta. Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráform með eftirfarandi skilyrðum. Fjarlægð nýbyggingar frá lóðamörkum verði ekki minni en 10m í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar gr. 5.3.2.12. Ein sameiginleg rotþró verði innan lóðarinnar og gerð og frágangur í samræmi við reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp. Skv. Gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið er m.a. heimild fyrir allt að 200m2 frístundahúsi og 40m2 gestahúsi á hverri lóð. Því er það túlkun skipulagsnefndar að fjöldi og stærð bygginga innan lóðar verði í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag.
9. 1804026 Heylækur 3 - Deiliskipulag
Tillagan tekur til byggingar þriggja frístunda/íbúðarhúsalóða úr jörðinni Heylækur 3. Heimilt verður að byggja frístunda- og einbýlishús á lóðunum, auk gesta/geymslu húss. Nýtingarhlutfall lóða er 0,04 sem gerir samanlagt byggingarmagn um 450-500m2 á hverri lóð. Tillagan var auglýst frá 2. júlí 2018, með athugasemdafresti til 13. ágúst.
Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til þess að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 1603062 Hamragarðar / Seljalandsfoss – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Rangárþings eystra leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Afmarkað verði afþreyingar- og ferðamannasvæði við Hamragarða og Seljalandsfoss og legu Þórsmerkurvegar breytt þar sem hann fer um svæðið. Annars vegar er um að ræða breytingu á landnotkun við Hamragarða og Seljalandsfoss úr landbúnaðarsvæði (L) og afþreyingar- og ferðamannasvæði af óskilgreindri stærð (AF) í 90 ha afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF). Hins vegar tekur breytingin til færslu Þórsmerkurvegar (nr.249) til vesturs að varnargarði Markarfljóts. Um er að ræða nýjan vegarkafla sem tengist Þjóðvegi 1, skammt austan Markarfljótsbrúar og liggur meðfram varnargarði Markarfljóts allt að Gljúfurá í norðri þar sem hann tengist núverandi Þórsmerkurvegi. Núverandi Þórsmerkurvegur frá Þjóðvegi 1 að Gljúfurá verður þar með lagður af sem tengivegur nema allra syðst þar sem stuttur vegarkafli sem tengist Þjóðvegi 1 verður aðkomuleið að skógræktarsvæði (SL-411). Legu göngu- og reiðleiðar um svæðið er breytt og aðlöguð breyttum aðstæðum. Aðalskipulagsbreytingin ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 23. apríl, með athugasemdafresti til 4. júní 2018.
Talsverður fjöldi athugasemda og umsagna barst við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir við tillöguna og gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunni. Yfirlit yfir viðbrögð og svör við athugasemdum verða send öllum þeim sem athugasemdir gerðu. Í greinargerð tillögunnar er gert grein fyrir þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. 1309001 Hamragarðar / Seljalandsfoss – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur á undanförnum árum unnið að gerð deiliskipulags fyrir Hamragarða og Seljalandsfoss, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu tekur til um 90 ha svæði við Hamragarða og Seljalandsfoss. Tillagan tekur m.a. til breyttrar aðkomu að svæðinu með tilfærslu á Þórsmerkurvegi nr. 249, breytingar eru gerða á legu núverandi göngustíga og skilgreiningum þeirra, staðsetningu bílastæða og byggingar þjónustusmiðstöðvar. Deiliskipulagstillagan ásamt umhverfisskýrslu var auglýst frá 23. apríl 2018, með athugasemdafresti til 4. júní 2018.
Talsverður fjöldi athugasemda og umsagna barst við tillöguna á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir við tillöguna og gerðar hafa verið óverulegar breytingar á tillögunni. Yfirlit yfir viðbrögð og svör við athugasemdum verða send öllum þeim sem athugasemdir gerðu. Í greinargerð tillögunnar er gert grein fyrir þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 1412003 Drangshlíðardalur – Deiliskipulag
Guðni Úlfar Ingólfsson og Magðalena Karlotta Jónsdóttir, óska eftir heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir Drangshlíðardal, Austur-Eyjafjöllum, Rangárþingi eystra. Deiliskipulagstillagan tekur til um 3,6 ha af jörðinni Drangshlíðardalur ln 163652 og íbúðarhúsalóðarinnar Drangshlíðardalur 2 ln.178810. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar lóðir, byggingarreitir, heimarafstöð með inntaksstíflu og vatnspípu, ásamt nýjum vegslóða.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í gildandi aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13. 1709019 Kvoslækur - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 40 ha lands úr jörðinni Kvoslækur. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu allt að 8 íbúðarhúsa á um 5 ha lóðum hver. Heimilt verður að byggja íbúðarhús, gestahús og geymslu. Nýtingarhlutfall lóða verður 0,01 í samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra.
Í erindi dags. 9. ágúst 2018, gerir skipulagsstofnun athugasemdir við að sveitarfélagið birti auglýsingu í b-deild stjórnartíðinda um gildistöku deiliskipulagsins. Athugasemdir snúa að því að betur þurfi að gera grein fyri því hvernig sé brugðist við umsögn Minjastofnunar, fjarlægð byggingarreita frá Kvoslækjará og umfjöllun um líkleg umhverfisáhrif vegna tillögunnar. Tillagan hefur nú verið lagfærð í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið 09:50