Aðalfundur Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn í Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, þriðjudaginn 19. nóvember 2007 kl. 10:00

Mætt: Egill Sigurðsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ólafur Eggertsson, Böðvar Bjarnason, Ágúst Ingi Ólafsson, Þorgils Torfi Jónsson og Örn Þórðarson.

Formaður stjórnar, Egill Sigurðsson setti fundinn.

Þetta gerðist:

  1. Tilnefning fundarstjóra.

    Unnur Brá Konráðsdóttir kosinn fundargstjóri.


  2. Tilnefning fundarritara.

    Ágúst Ingi Ólafsson kosinn fundarritari.


  3. Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2006.

    Egill Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir starfsárið 2006. Í skýrslunni er sagt frá helstu viðfangsefnum stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. á árinu 2006, yfirlit yfir æfingar slökkviliðsmanna og útköll.

    Ágúst Ingi lagði fram og skýrði ársreikning Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir rekstrarárið 2006.


    Rekstrarreikningur:
    Rekstrartekjur kr. 15.138.101
    Rekstrargjöld kr. 17.717.403  
    Fjármagnsgjöld kr. 690.488
    Halli kr. 3.269.790
    Efnahagsreikningur:
    Eignir:    
    Fastafjármunir kr. 32.319.072
    Veltufjármunir kr. 5.370.158
    Eignir samtals kr. 37.689.230
      
    Eigið fé og skuldir:
    Eigið fé kr. 27.209.658
    Langtímaskuldir kr. 7.772.106
    Skammtímaskuldir kr. 2.707.466
    Skuldir samtals kr. 10.479.572
    Eigið fé og skuldir samtals kr. 37.689.230


    Ársreikningur Brunavarna Rangárvallasýslu borinn upp til staðfestingar og samþykktur samhljóða.


  4. Tillaga um stjórnarlaun.

    Lögð fram tillaga um að stjórnarlaun þannig að formaður fái kr. 16.442 fyrir hvern fund, meðstjórnendur fái kr. 10.962 fyrir hvern fund og að skoðunarmenn fái kr. 10.962. Jafnframt er lagt til að breytingar á þessum launum fylgi framvegis breytingum á launavísitölu.


  5. Kosningar:

    Stjórn, aðal- og varamenn.

    Tillaga um aðalmenn í stjórn:

    Tillaga um varamenn stjórnar:

    Örn Þórðarson Þorgils Torfi Jónsson
    Ágúst Ingi Ólafsson   Ólafur Eggertsson
    Egill Sigurðsson    Eydís Indriðadóttir



    Skoðunarmenn og varamenn þeirra.

    Aðalmenn:                            

    Varamenn:

    Kristinn Jónsson Sveinbjörn Jónsson
    Engilbert Olgeirsson   Sigurlín Jónsdóttir


    Framangreindar tilnefningar allar samþykktar samhljóða.


    Löggiltur endurskoðandi/endurskoðunarfyrirtæki.

    KPMG endurskoðun hf., Einar Sveinbjörnsson, löggiltur endurskoðandi.

    Samþykkt samhljóða.


  6. Önnur mál.

    Engin önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35