Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn 27. apríl n.k á Stracta Hóteli á Hellu og hefst kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2. Önnur mál.

Gestur fundarins: Agnes Geirdal skógar-og býflugnabóndi á Galtalæk í Bláskógabyggð verður með fræðsluerindi um býflugnarækt.

Félagar hvattir til að mæta og við tökum vel á móti nýjum félögum.

Kaffi í boði félagsins.