- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.
Strönd 1a – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan nær til 6 ha svæðis jarðarinnar Strönd 1a, L220959. Heimilt verður að byggja allt að 500 m² íbúðarhús, 150 m² starfsmannahús, 800 m² hesthús ásamt reiðhöll og 400 m² skemmu. Hámarkshæð íbúðarhúsa er allt að 5 m en landbúnaðarbygginga allt að 7 m. Einnig er gert ráð fyrir skeiðvelli á svæðinu.
Austurvegur á Hvolsvelli – deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir breytingum á Austurvegi í gegnum Hvolsvöll, verið er að stækka beygjuvasa, fækka inn- og útkomuleiðum ásamt því að aðkoma við Hlíðarveg og Suðurlandsveg til austurs færist.
Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23. Ágúst 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdafrestur veittur til og með 4. október 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.
Samkvæmt 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst samhliða breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra ásamt tillögu að deiliskipulagi.
Brú – nýtt deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan nær yfir þrjú svæði, frístundarbyggð, hótelbyggingu og býlið sjálft. Frístundarsvæðið gerir ráð fyrir 40 lóðum þar sem heimilt verður að byggja frístundarhús á einni hæð með risi, ásamt gestahúsi, geymslu og gróðurhúsi. Hámarkshæð frístundahúsa verður 6,5 m en húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti. Einnig er gert ráð fyrir um 2.500 m2 hótelbyggingu og hámarkshæð verður allt að 6 m. Ekki er gert ráð fyrir stækkunarmöguleikum fyrir þegar byggð mannvirki við Brú.
Brú – breyting á aðalskipulagi
Með aðalskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir frístundabyggð með allt að 40 frístundarlóðum á 46 ha svæði, verslun- og þjónustusvæðið fer úr 3 ha. í allt að 42,7 ha. að stærð fyrir veitingarekstur, gestahús og hótel fyrir allt að 85 gesti.
Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 23. ágúst 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 4. október 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.