Markmið Stafræns Suðurlands að undirbúa sveitarfélögin undir veitingu stafrænnar þjónustu og stjórnsýslu með því að móta einskonar stafrænt ráðhús og þjónustuver fyrir Sveitarfélagið Suðurland og ná þannig fram hagræðingu í rekstri, auknu öryggi í vinnslu gagna og meiri sérhæfingu í störfum. Stafrænt ráðhús auðveldar stafræn samskipti við almenning og eykur möguleika á sjálfsafgreiðslu. Auglýst er eftir metnaðarfullum og framsæknum einstaklingi til að leiða verkefnið.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mótun verkefnisins Stafrænt Suðurland og gerð verkefnisáætlunar
  • Stöðumat og greining stafrænna innviða sveitarfélaganna í samstarfi við starfsfólk þeirra
  • Verkefnastjórnun og innleiðing á sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna s.s. við samræmingu upplýsingatæknikerfa og gerð skjalavistunaráætlunar
  • Vinna að hagnýtingu þekkingar og lausna er snúa að stafrænni umbreytingu í stjórnsýslu, þjónustu og rekstri
  • Gerð fræðsluefnis til að greiða fyrir innleiðingu verkefna og lausna
  • Stuðla með virkum hætti að auknu samstarfi sveitarfélaganna, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis á sviði stafrænnar þróunar
  • Uppbygging rafræns upplýsingavettvangs fyrir sveitarfélögin sem felur í sér framsetningu efnis, miðlun og deilingu þekkingar, lausna og verkefna fyrir sveitarfélögin
  • Uppbygging faglegs verklags fyrir samstarf og sameiginleg verkefni og innleiðing þvert á sveitarfélögin

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi
  • Meistarapróf eða reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Þekking og reynsla af faglegri verkefnastjórnun þar sem margir hagaðilar koma að verkefnum er skilyrði
  • Færni til að undirbúa, skipuleggja og stýra verkefnum og fylgja þeim eftir
  • Þekking og reynsla af upplýsingatækni og stafrænum umbreytingaverkefnum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að koma skoðunum, upplýsingum og röksemdarfærslum frá sér á skýran hátt
  • Geta til að byggja upp, hanna og viðhalda vef með faglegri framsetningu upplýsinga og gagna
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu riti

Verkefnastjóri verður ráðinn tímabundið til eins árs og verður stafrænn leiðtogi sveitarfélaganna og leiðir vinnu við fyrsta áfanga. Verkefnastjóri getur valið meginstarfsstöð á bæjarskrifstofu sveitarfélaganna fimm sem eru aðilar að verkefninu, en mun jafnframt hafa aðgang að starfsaðstöðu í öllum byggðakjörnum svæðisins.
Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.