- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Facebook síðan Bílar úr Rangárvallasýslu er virkilega skemmtilegt samansafn af myndum og fróðleik um bíla úr fortíð og nútið sem verið hafa á skrá í Rangárvallasýslu. Á síðunni hafa einstaklingar sett inn myndir af bílum sem tengjast sýslunni á einhvern hátt og út frá þeim hafa spunnist fróðleg samtöl um viðkomandi bíla.
Sem dæmi má nefna að í sumar setti Guðlaug Oddgeirsdóttir, á Hvolsvelli, inn myndir af kaupum föður hennar, Oddgeirs Guðjónssonar frá Tungu, á Willys 1946 með númerinu L-124. Bíllinn var yfirbyggður af bræðrunum í Kirkjulækjarkoti en upprunalega keyptur sem blæjubíll. Virkilega góð heimild um bílaflota sýslunnar og verklag við bílasmíði.
Hér má finna slóð á síðuna og er hún opin öllum sem áhuga hafa á.