Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá Tónlistarskólanna.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Tónlistarkennaramenntun eða tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta eða vilji til að læra íslensku
  • Metnaður fyrir kennslu nemenda á öllum aldri og öllum námsstigum
  • Áhugi og metnaður fyrir samstarfi innan skólans

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við Tónlistarskóla Rangæinga starfa um 20 tónlistarkennarar, þar er góður starfsandi og blómlegt starf.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Öllum umsóknum verður svarað.

Frekari upplýsingar um starfið veita skólastjórnendur Sandra Rún Jónsdóttir og Christiane L. Bahner í gegnum netfangið tonrang@tonrang.is, umsóknir skulu einnig sendar á það netfang.

Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst 2024.