Þetta myndarlega ljón sást á ferð í Gilsbakka 15 um helgina. Ljónið var þó ekki hættulegt enda gert af list úr snjó.
Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Töluvert hefur borið á því að bílum sem lagt er úti á götu við gangstéttir tefji fyrir snjómokstri eða hindri hann alveg. Við viljum því biðla til íbúa að leggja bílum sínum í innkeyrslur svo snjóruðningstækin komist greiðlega í allar götur. Eins skulum við forðast að láta bifreiðar ganga lausagang á morgnana þar sem það skapar mikla loftmengun í kuldatíð og slæmt fyrir börn á leið í skóla.
Iðan fræðslusetur og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) standa fyrir námskeiði fyrir byggingarstjóra í félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli þann 26. febrúar næstkomandi.
Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar voru íbúar Rangárþings eystra 2167 talsins þann 1. janúar 2025. Þetta er mesta íbúafjöldi sem sveitarfélagið hefur haft og nemur fjölgunin milli ára 7,97%.