Sunnudaginn 5. ágúst kl. 16 halda þær Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikari og Pia Eva Greiner sellóleikari tónleika í Selinu á Stokkalæk. Þær eru að vinna að því um þessar mundir að setja saman efnisskrá ólíkra verka sem hafa verið skrifuð fyrir fiðlu og selló og verður bæði um að ræða einleiksverk og dúóverk á tónleikunum eftir höfunda á borð við Handel, Beethoven, Boccerini, Ravel, Kodály og Bach. Á tónleikunum verða veitingar og eru miðapantanir í síma  8645870.

 

Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikari lauk í vor einleikaragráðu frá University of Michigan þar sem hún hefur í tvö ár stundað nám hjá Aaron Berofsky, eftirsóttum einleikara og kammermúsíkspilara. Áður hafði hún lokið M.Mus. gráðu frá University of Illinois, þar sem hún stundaði nám hjá Sigurbirni Bernharðssyni fiðuleikara Pacifica strengjakvartettsins, og B.Mus. gráðu frá Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur konsertmeistara.

 

Pia Eva Greiner sellóleikari er fædd í Hollandi og lauk B.Mus. gráðu frá Prince Klaus tónlistarháskólanum í Kroningen þar sem hún stundaði nám hjá Michel Strauss prófessor, en hann kennir einnig við tónlistarháskólann í París. Árið 2008 hóf hún framhaldsnám við University of Michigan þar sem hún lauk mastersgráðu og er langt komin með doktorsnám í sellóleik undir handleiðslu eins virtasta sellókennara Bandaríkjanna, Richard Aaron prófessor.