- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Dagur barnsins er haldinn hátíðlegur í mörgum löndum Evrópu 1.júní ár hvert. Þessi dagur er helgaður börnum og samvera fjölskyldunnar höfð í brennidepli.
Í tilefni dagsins vill Fjölmenningarráð Rangárþings eystra bjóða öllum börnum og fjölskyldum þeirra frítt í sund á Hvolsvelli, ásamt því að stofna til mynda bingó samkeppni þar sem heppnar fjölskyldur geta unnið glaðning.
Bingóið virkar þannig að hér að neðan má finna bingó spjald, hver fjölskylda tekur myndir af sér næstu daga fram til 2. júní gera fimm hluti á bingó spjaldinu. Algerlega er frjálst hvaða fimm hlutir um ræðir. Sendir inn myndirnar á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is, 2. júní verða dregnar út þrjár heppnar fjölskyldur sem hljóta gómsætan glaðning.
Fjölmenningarráð Rangárþings eystra sendir öllum börnum í sveitarfélaginu kveðju í tilefni dagsins og vonar að fjölskyldur nýti daginn til skemmilegrar samveru.