- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Danskur skólakór frá bænum Klarup á norður Jótlandi dvelur á Íslandi dagana 9.-16. október nk. Í upphafi ferðarinnar mun kórinn dvelja á Hvolsvelli í boði Barnakórs Hvolsskóla. Kórarnir tveir munu halda tónleika í Hvolnum laugardaginn 10. október kl. 20:00 og eru allir velkomnir.
Á mánudagsmorgun 12. október mun Klarup Skolekor svo kveðja Hvolsvöll og ferðast víðar um landið. Kórinn mun halda tónleika á Hvolsvelli, í Reykjavík og á Akureyri. Heimasíða kórsins er: http://www.klarup-skoles-kor.dk/