Deiliskipulag fyrir Hamragarða, Seljalandsfoss og næsta nágrenni
03.06.2015
Starfshópur um gerð deiliskipulags fyrir Hamragarða, Seljalandsfoss og næsta nágrenni fór í vettvangsferð í síðustu viku. Með hópnum voru Anton Kári skipulagsfulltrúi, Kristján Ólafsson fulltrúi hluta landeigenda og einnig skipulagsráðgjafarnir frá Steinsholti sf þeir Gísli Gíslason og Ásgeir Jónsson.
Svæðið sem um ræðir er steinsnar frá Suðurlandsvegi, og er við aðkomuleið í Þórsmörk, upp á Hamragarðaheiði og á Eyjafjallajökul. Markmið sveitarfélagsins með frekari uppbyggingu er í samræmi við meginstefnu þess í aðalskipulagi og sjónarmið um sjálfbæra þróun. Koma á í veg fyrir átroðning og umhverfisspjöll á svæðinu, bæta þjónustu við ferðamenn og efla atvinnu á svæðinu.
Í starfshópnum eru Kristín Þórðardóttir, Guðlaug Ósk Svansdóttir og Þorsteinn Jónsson. Vinnan við skipulagið er vel á veg komin. Á myndinni eru frá vinstri; Ásgeir, Þorsteinn, Anton, Gísli og Kristján. Á myndina vantar Kristínu og Guðlaugu.