- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú standa yfir framkæmdir á búningsklefum í sundlauginni á Hvolsvelli. Upphaflega stóð til að skipta um gólf- og veggefni, þe. pússa epoxý efnið af gólfinu og setja flísar og setja svo nýja skápa í stað þeirra gömlu. En þegar farið var af stað breytist verkplanið. Ákveðið var að stórbæta aðgengi fyrir fatlaða, nýjir vaskar og klósett, vatnslagnir voru stækkaðar svo að við komum fyrir fleiri sturtum, hiti verður settur í gólf, betri loftræsing, nýjir gluggar og hurðir ofl auk þess sem gangurinn frá búningsklefum fram að afgreiðslu verður einnig flísalagður. Áætlað er að búningsklefarnir verði tilbúnir með haustinu.
Aðsóknin í sumar hefur verðið gríðarlega mikil og mun meiri en undanfarin ár. Það er greinlegt að Íslendingar eru að ferðast mikið um Suðurlandið. Fjöldi gesta seinni hluta júní og í júlí var um 3000 -3500 gestir í hverri viku, mest megnis íslenskir ferðamenn þó við fáum heimamenn einnig til okkar.
Vegna framkvæmdanna notast sundlaugagestir við búningsklefana sem ætlaðir eru fyrir íþróttasalinn og líkamsræktina sem og útiklefana. Starfsfólkið hefur unnið mjög gott starf við að halda þessum klefum snyrtilegum og reynt eftir fremsta megni að halda gólfunum þurrum.
Nú er skólastarfið að hefjast og ljóst að lítið pláss verður í klefum fyrir almenning á meðan nemendur í Hvolskóla eru í íþróttahúsinu. Starfsfólk mun því reyna að stýra umferð í klefana til að árekstrar verði sem minnstir.
Í ágúst og september opnum við sem fyrr klukkan 06:00 alla virka morgna og lokum klukkan 21:00. Um helgar er svo opið frá klukkan 10:00 til 19:00. Hins vegar þegar fer aðeins að kólna þ.e. í október og fram í apríl lokum við klukkan 17:00 um helgar