- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í ljósi nýjustu frétta af fjölgun smita vegna Covid-19 veirunnar á Íslandi er rétt að hafa eftirfarandi í huga:
Reyna að takmarka heimsóknir til heimilisfólks við einn eða tvo aðstandendur í einu og halda til í herbergi heimilismanns meðan á heimsókn stendur.
Handþvottur skiptir miklu máli í sóttvörnum og um leið og komið er inn á Kirkjuhvol er nauðsynlegt að þvo sér um hendur og/eða nota handspritt.
Ef aðstandendur eru með kvefeinkenni, hnerra eða hósta er mikilvægt að sá einstaklingur komi ekki í heimsókn.
Virðum 2 metra regluna og munum að við erum öll almannavarnir.