- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Við Hvolsskóla er starfrækt Umhverfisnefnd en í nefndinni er einn nemandi úr hverjum bekk skólans ásamt kennurum og starfsfólki en Þórunn Óskarsdóttir heldur utan um starf nefndarinnar.
Ekki er langt síðan að hér á síðunni birtist frétt um heimsókn nefndarinnar til sveitarstjóra þar sem rædd voru hin ýmsu mál og Umhverfisnefndin hefur síður en svo setið auðum höndum frá þeirri heimsókn.
Þann 25. apríl sl. tók nefndin á móti 10 kennurum frá Hollandi en með þeim í för var einnig Muhammad Azfar Karim, kennari við Helluskóla. Ingvar Máni í 9.bekk, Runólfur í 8.bekk og Ásgeir Ómar í 7.bekk voru með glærukynningu á ensku um grænfánaverkefni Hvolsskóla og stóðu sig mikið vel. Síðan labbaði umhverfisnefndin um skólann með hópnum og útskýrði hvað væri verið að gera. Hollendingunum leist afar vel á gróðurhúsið og hænurnar en einnig höfðu þeir orð á því hvað nemendur væru frjálsir og greinilegt að hægt væri að treysta þeim. Hollensku kennararnir færðu skólanum þakklætisgjöf og sjá má hópinn hér fyrir neðan.
Þann 5. maí sl. fór svo Umhverfisnefnd Hvolsskóla að heimsækja Helluskóla þar sem umhverfisnefndin þar tók á móti þeim ásamt kennurunum Azfar og Magdalenu. Hópurinn frá Hvolsskóla fékk leiðsögn um Helluskóla og góða kynningu á þeim verkefnum sem nemendurnir þar eru að fást við.