- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Keppendur Frjálsíþróttadeildar Dímonar stóðu sig vel á aldursflokkamóti HSK í síðustu viku.
Magnea Furuhjelm Magnúsdóttir varð 6 faldur HSK meistari í flokki 13 ára stúlkna, í 80m gr. á 15,29 hástökki með stökk upp á 1,33 m, langstökki með 4,30, Kúluvarpi með 9,53 m, 100 hlaupi á 14,21, og 600 m æa 2.16,19 og hún vann silfur í spjótkasti.
Þórunn Eyland varð HSK meistari í Spjótkasti 14 ára stúlkna með kast upp á 29,40 m, en varð svo í 2 sæti í Kúluvarpi, langstökki, 80 m gr., 100m og 600m.
Bergrún Eyland varð HSK meistari í Spjótkasti 12 ára stúlkna með kast upp á 20,67 m hún varð svo í 3 sæti í langstökki, hástökki, 60m gr. og kúluvarpi.
Sæþór Elvar var HSk meistari í 60m hlaupi 12 ára pilta á 9,40 hann varð svo í 2 sæti í Hástökki og 3. sæti í langstökki.
Þorsteinn Leó vann svo silfur í spjótkasti með kast upp á 18,58 m.
Þórunn, Magnea, Sæþór og Þorsteinn náðu svo silfur verðlaunum fyrir 4x100 m blandað boðhlaup.