Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Öldugarður – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir að heimilt veðri að byggja allt að 200 m² íbúðarhús að Öldugarði L164463. Einnig verður heimilt að byggja 100 m² bílskúr og tvö gestahús sem verða 60-80 m². Hámarks mænishæð verður frá 5 til 7 m.

Ey – breytt deiliskipulag

Breytingin gerir ráð fyrir nýjum 2 ha. byggingarreit með aðkomu frá Ey 3. Á lóðinni verður heimilt að byggja 300 m² íbúðarhús og bílskúr. Einnig veður heimilt að byggja tvö 50 m² gestahús og 200 m² skemmu á lóðinni. Hámarks mænishæð veður 6 m.

Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 21.febrúar 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 3.apríl 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er til kynningar skipulagslýsing á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

Fákaflöt og Skeggjastaðir, land 14 – breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á landnotkun á Skeggjastöðum, land 14 L195656 og Fákaflöt, L209731. Um 31 ha. landbúnaðarlandi (L1) verður breytt í íbúðarbyggð (ÍB).

Ofangreinda skipulagslýsing verða kynntar fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 4.mars n.k. kl. 10:00 til 12:00. Einnig verður lýsingin aðgengileg á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunnar. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsingarnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 13.mars 2024.

 

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra