Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

 

Stekkjargrund – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan tekur til sjö reita á 5.3 ha spildu. Heimilt verður að byggja allt að 400 m² íbúðarhús og bílskúr á B1, á B2-B4 verður heimilt að reisa þrjú 50 m² gestahús, á B5 verður heimilt að byggja 400 m² áhaldageymslu, á B6 verður heimilt að reisa 1.000 m² reiðskemmu og á B7 verður undir allt að 200 m² gróðurhús. Hámarkshæð húsa er 8,5 m frá jörðu.

 

Samkvæmt 31. gr. og 41. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra ásamt deiliskipulagstillögu.

Syðsta-Mörk – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 18 lóðum að Syðstu-Mörk. Heimilt verður að byggja allt að 18 íbúðarhús með bílskúr, á einni hæð, hvert um sig allt að 450 m² að stærð, auk 100 m² gesta- eða gróðurhúsi.

 

Syðsta-Mörk – breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á landnotkun á rúmlega 52,7 ha landbúnaðarlandi (L1) í íbúðabyggð (ÍB) sem gerir ráð fyrir 18 lóðum.

 

Steinar 1 – nýtt deiliskipulag

Deiliskipulagstillagan við Steina er í þrennt en A-lóðir gerir ráð fyrir þegar byggðum mannvirkjum sem heimilar endurbyggingar og stækkun mannvirkja. Hámarkshæð A-lóða er frá 5-8 m en mannvirkin skulu taka mið af núverandi mannvirkjum. B-lóðir gera ráð fyrir 17 lóðum undir gistiskála. Á hverri lóð eru 3-4 skálar en hámarkshæð er allt að 7 m eða ein hæð og ris. C-lóðir gera ráð fyrir stærri mannvirkjum sem fjölorkustöð, tveimur hótelbyggingum ásamt íbúðum fyrir starfsfólk. Hámarkshæð á C-lóðum er frá 5 til 9 m en þakform er frjálst og byggingar skulu vera í náttúrulegum tónum til að draga úr ásýnd.

 

Steinar 1 – breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta jarðarinnar Steinar 1 L163721 og lóðarinnar Hvassafell 2, samtals að stærð 107,6 ha, L219654 úr landbúnaðarlandi (L1) í verslun- og þjónustu (VÞ).

 

Ofangreindar tillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 18. september 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur til og með 31. október 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra