- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú stendur yfir hugmyndavinna um framtíðar sundlaugarsvæði við sundlaugina á Hvolsvelli. Meðal annars hefur verið könnun á vefsíðu sveitarfélagasins í sumar.
Nemendur Hvolsskóla hafa mikinn áhuga á sundlauginni og svæðinu þar í kring og fengu það verkefni að hanna sína ,,draumasundlaug”.
Í síðustu viku voru teikningar frá þeim hengdar upp í íþróttamiðstöðinni. Teikningarnar verða til sýnis til 6. október.
Nemendur og starfsfólk Hvolsskóla eiga þakkir skildar fyrir teikningarnar.
Lítið endilega við og sjáið allar skemmtilegu hugmyndirnar sem krakkarnir bjóða uppá.