- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Nú má segja að Kjötsúpuhátíðin sé farin af stað því í gærkvöldi buðu þau Eyvindur og Aðalbjörg á Stóru-Mörk 1 heim í súpu sem var virkilega vel sótt.
Næst á dagskránni eru viðburðir fimmtudagsins en þá eru flestir íbúar langt komnir með að skreyta og gera umhverfið okkar skemmtilegt.
Á hátíðardagskránni á laugardag verða svo veitt verðlaun fyrir skemmtilegasta garðinn og best skreyttu götuna.
Dagskrá fimmtudagsins hefst annars á Silent Disco fyrir yngri kynslóðina í boði Midgard. Gamanið verður milli 17-18.Diskóljós, reykvélar og fullt af stuð tónlist. Reglur: Börn undir 12ára verða að koma í fylgd með foreldri/forráðamanni.
Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/2l59biYn8
Um kvöldið verður svo uppistand með Andra Ívars og Stefaníu Svavars í stóra tjaldinu á miðbæjartúninu, KFR hafa unnið hörðum höndum síðustu daga að reisa það stóra mannvirki og eiga þau hrós skilið fyrir þá vinnu. Ákveðið var að stækka tjaldið töluvert eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og eflaust flestir hafa rekið augun í nú þegar á miðbæjartúninu.
KFR verður með barinn opinn á uppistands kvöldinu.
Viðburður á Facebook: https://fb.me/e/4stTo4jGu
Frítt er inn á uppistandið og er alveg öruggt að þarna verður mikið hlegið!
Dagskrá hátíðarinnar og allar nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér: https://www.facebook.com/kjotsupuhatid/