Kvenkyns starfsmaður óskast í íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli
 
Kvenkyns starfsmaður óskast í vaktavinnu við íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Starfið felst í því að vakta útisvæði sundlaugarinnar, klefagæslu, þrifum og afgreiðslu. Um er að ræða 100% starf morgun-, kvöld og helgarvaktir.
Starfsmaðurinn þarf að ná hæfnisprófi starfsmanna sund- og baðstaða. Í því er t.d. að synda 600 metra á 20 mínútum, kafa 15 metra og synda 25 metra á 30 sek ásamt öðrum þáttum í sundlaug. Auk þess þarf að sitja skyndihjálparnámskeið.
Starfsmaðurinn þarf að vera 18 ára eða eldri, íslensku kunnátta er æskileg en þjónustulund og stundvísi skilyrði.
Gott væri ef starfsmaðurinn gæti byrjað sem fyrst.
Laun samkvæmt kjarasamningi.
 
Í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli starfa að jafnaði 8 starfsmenn og eru 2-4 starfsmenn í byggingunni á hverjum tíma. Opnunartími er frá kl. 06:00 – 21:00 á virkum dögum og kl. 10:00 – 17:00 um helgar.
 
Umsóknarfrestur er til 9. september 2024.
 
Upplýsingar gefur Ólafur Örn forstöðumaður í síma 694-3073 og umsóknir skulu berast á olafurorn@hvolsvollur.is