- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í dag var Pannavöllur settur upp á grasvellinum á Hvolsvelli. Pannavöllur er völlur þar sem börn jafnt sem fullorðnir keppa einn á móti einum eða tveir á tvo í knattspyrnu. Vinsældir Pannafótbolta eru miklar um allt land og Pannavellir eru á mörgum stöðum á landinu.
Það voru þeir Eyþór Ingi, Kristján Darri og Gabríel Óttar sem léku fyrstu leikina en þeir ásamt Hjalta Kiljan og Óskar Bartosz hjálpu til að koma vellinum á sinn stað.
Völlurinn verður staðsettur þarna amk til að byrja með.
Nú er bara að nýta veðurblíðuna og leikja sér úti.