- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Skipulags- og umhverfisnefnd valdi fyrir Kjötsúpuhátíð 2024 þrjá handhafa umhverfisverðlauna sveitarfélagsins 2024.
Viðurkenningin er veitt í þremur flokkum, fyrir einkagarð, fyrirtæki og býli í hefðbundum búrekstri.
Snyrtilegasta fyrirtækið: Ásýnd fyrirtækisins frá göngustíg og götu er snyrtilegt og myndar fallega götumynd. Lóð og sorpgeymslur skulu vera fullfrágengin. Gróður er snyrtur og vöxtur trjáa er innan lóðamarka þannig að vegfarendur komist leiðar sinnar hindrunarlaust. Snyrtilegasta fyrirtækið er fyrirmynd fyrir nágranna og önnur fyrirtæki í sveitarfélaginu.
Verðlaunahafi fyrir snyrtilegasta fyrirtækið 2024 er Ormsvöllur 10, en þar eru þrjú fyrirtæki til húsa. Húskarlar, Rafverkstæði Ragnars og hjá Árný og Hjálmar Ólafsson. Umhverfið er allt snyrtilegt. Þrátt fyrir að geyma þurfi efni utandyra þá er vel frá því gengið og ekki ami af því.
Snyrtilegasta býlið. Ásýnd snyrtilegasta býlisins frá vegi er snyrtilegt og tekur vel á móti vegfarendum. Lóð og sorpgeymslur skulu vera fullfrágengin. Gróður er snyrtur og vöxtur trjáa er innan lóðamarka þannig að vegfarendur komist leiðar sinnar hindrunarlaust. Snyrtilegasta
býlið er fyrirmynd fyrir nágranna og aðra vegfarendur.
Verðlaunahafi fyrir snyrtilegasta býlið 2024 er Fornusandar í Vestur Eyjafjöllum. Á bænum er allt í röð og reglu, ekkert rusl sjáanlegt, rúllustæður og girðingar til fyrirmyndar, húsakostur málaður og tæki frágengin. Finnbogi Geirsson tók við verðlaununum.
Snyrtilegasti garðurinn: Ásýnd garðsins frá göngustíg og götu er snyrtileg og myndar fallega götumynd. Lóð og sorpgeymslur skulu vera fullfrágengin. Gróður er snyrtur og vöxtur trjáa er innan lóðamarka þannig að vegfarendur komist leiðar sinnar hindrunarlaust. Snyrtilegasti
garðurinn er fyrirmynd fyrir nágranna og aðra íbúa. Snyrtilegasti garðurinn er ekki
bundinn þéttbýli eða dreifbýli.
Snyrtilegasti garðurinn 2024 er Öldubakki 25, hvar Bergur Pálsson og Agnes Antonsdóttir búa. Garðurinn hefur jákvæð áhrif á íbúa, er skemmtilegur og frumlegur og er til gleði fyrir aðra íbúa sem leið eiga hjá.
Við óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju með viðurkenninguna, með þökkum fyrir að gera sveitarfélagið enn betra.