Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í : „Hallgerðartún 2. áfangi gatnagerð“

Verkið felur í sér gatnagerð í Hallgerðartúni á Hvolsvelli. Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði samkvæmt kennisniðum og leggja styrktarlag. Verktaki skal einnig leggja fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annara veitulagna.

Helstu magntölur eru:

Gröftur 2800 m³

Styrktarlag og fylling í lagnaskurði 6400 m³

Fráveitulagnir 806 m

Vatnsveitulagnir 360 m

Hitaveitulagnir 750 m

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2022.

 

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 14. apríl 2022. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við undirritaðan með tölvupósti á netfangið ulfar@hvolsvollur.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 5, 860 Hvolsvöllur fyrir kl. 11.00 föstudaginn 29. apríl 2022 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Guðmundur Úlfar Gíslason

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra