Fundargerð sveitarstjórnar Rangárþings eystra

204. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli fimmtudaginn 12. nóvember 2015  kl. 12:00

Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson, Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, varamaður Benedikts Benediktssonar, Guðmundur Viðarsson, varamaður Birkis A. Tómassonar,  Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.

Oddviti leitaði eftir athugasemdum við fundarboð. Engar athugasemdir komu fram.

Oddviti óskar eftir samþykki fundarins til að setja á dagskrá eftirfarandi mál:

146. byggðarráðsfundur og málefni Heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:

Erindi til sveitarstjórnar:

1.Fundargerð 146. fundar byggðarráðs Rangárþings eystra 12.11.15 Staðfest.

2.1511063 Viðauki við fjárhagsáætlun 2015, sem felur í sér útgjaldaauka að fjárhæð kr. 50,8 millj. kr. sem starfar að stærstum hluta vegna kjarasamningsbundinna launahækkana  í fræðslu- og uppeldismálum. Einnig vegna aukinna útgjalda hjá félagsþjónustu. Á móti koma tekjur vegna gatnagerðargjalda að fjárhæð kr. 8 millj. 
Viðaukinn samþykktur samhljóða.

3.1510069 Fjárhagsáætlun 2016-2019, fyrri umræða. Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.  Ákveðið að hafa vinnufund á milli umræðna.

4.1509009 Hestamannafélagið Sindri, beiðni um styrk. Samþykkt samhljóða að styrkja unglingastarf Sindra um kr. 50.000,-

5.151109 Inga Kolbrún Ívarsdóttir, bréf dags. 21.10.15, beiðni um að komið verði á fyrir biðskýli við N1 á Hvolsvelli fyrir námsmenn í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Sveitarstjórn tekur vel í erindið en felur sveitarstjóra að vinna í málinu.
6.1511010 Leikfélag Austur-Eyfellinga, umsókn um styrk.
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja æskulýðsstarf Leikfélags Austur-Eyfellinga um kr. 100.000,-

7.1511011 Ríkisskattstjóri, bréf dags. 22.09.15, úrsurður um endurákvörðun gjalda á Skógaveitu, ásamt fylgiskjali 1511012 Skattbreytingarseðill.
1511013 KPMG ehf. , skattlagning veitufyrirtækja sveitarfélaga.
1511014 KPMG ehf., tekjuskattur orkufyrirtækja.
Sveitarstjórn unir úrskurði Ríkisskattstjóra.


8.1511008 Skipulag og skjöl ehf.  Stefna um skjalastjórnun.
Samþykkt samhljóða.

9.1511065 Tillaga frá fulltrúa L-lista varðandi drög að reglum um nýtingu vindorku.

Breytingartillaga:
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera stöðuúttekt á framvindu vindorkumála á landsvísu og kynna fyrir sveitarstjórn svo fljótt sem auðið er.
Breytingartillagan samþykkt samhljóða.

10.1511066 Erindi til sveitarstjórnar frá fulltrúa L-listans varðandi viðræður við Rangárþing ytra og við íþróttafélög vegna hugsanlegs samstarfs varðandi akstur íþróttaiðkenda milli sveitarfélaga.
Tillaga:
Rangárþing eystra ákveður að hefja viðræður við Rangárþing ytra og við íþróttafélög beggja sveitarfélaga vegna hugsanlegs samstarfs varðandi akstur íþróttaiðkenda milli sveitarfélaga.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að kanna samstarfsvilja allra hlutaðeigandi og hugsanlegar útfærslur.


11.1511057 Upptökur sveitarstjórnarfunda – framhaldsumræða frá 203. fundi.
Tillagan borin upp og felld með 4 atkvæðum IGP, LE JEG og ÞMÓ. CLB situr hjá.

Bókun B-lista.
Sveitarstjóri hefur aflað upplýsinga hjá 6 sveitarfélögum sem farið hafa þá leið að taka upp eða streyma fundum sveitarstjórnar. Í stórum dráttum má segja að aðgerðin hafi vart skilað tilætluðum árangri að þeirra mati. Á þeim forsendum telur sveitarstjórn ekki tímabært að fara þessa leið en bendir jafnframt á að allir fundir sveitarstjórnar séu opnir. 

Bókun D-lista.
Tillaga okkar miðar að því að auka gagnsæi í störfum sveitarstjórnar í samræmi við kröfur nútíma stjórnsýslu.  Það er okkar mat að ljósfælni fulltrúa meirihlutans sé óþörf og hörmum við því þessa afgreiðslu þeirra.

12.1511068 Tillaga að reglum um afslátt v. aksturs leikskólabarna – framhaldsumræða.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna til eins árs til reynslu. 

13.1511067 Bygging leiguíbúða – bréf frá sveitarstjóra Mýrdalshrepps.
Sveitarstjóra falið að fylgjast með málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

14.1511051 Kvaðir á jörinni Múlakot 2 dags. 03.11.15
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að aflétta búsetukvöð af jörðinni Múlakoti 2 .

15.1511058 Ályktun sveitarstjórnar Rangárþings eystra v. eignaraðildar lands í Landeyjum.

Ályktun:

Sveitarstjórn Rangárþings eystra styður heilshugar viðleitni bænda og landeigenda í Vestur-Landeyjum til að skýra eignarhald sitt á landareignum sem eru á Landeyjasandi.  Forsendur þess að hægt verði að móta heildarsýn varðandi landbætur og framtíðanotkunar landsins er að allir sitji við sama borð og eignarhaldið sé skýrt.  Þá lýsir sveitarstjórn áhuga sínum að vinna með landeigendum að skipulagsmálum og hugsanlegri uppbyggingu á fjörbreytilegrar notkun lands til afþreyingar eða annarra nota.

Ályktunin samþykkt samhljóða.


16.Málefni Heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Viðbrögð við núverandi ástandi og fyrirhugaðri skerðingu á opnunartíma rædd.  Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samræmi við ákvörðun fundarins.

17.1510026 Fundur skipulagsnefndar frá 5. nóv. 

SKIPULAGSMÁL

1511003Uppsalir – Landskipti
Ísólfur Gylfi Pálmason kt. 170354-3039, óskar eftir að skipta úr jörðinni Uppsalir ln. 164200, 3ha spildu sem ber heitið Uppsalir 2, skv. meðfylgjandi greinargerð og uppdrætti unnum af Steinsholt sf. Lögbýlisréttur mun áfram fylgja jörðinni Uppsalir ln. 164200. 
Ísólfur Gylfi víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin. 
Ísólfur Gylfi víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin. 

1510068Álar - Deiliskipulag
Stefán Eðvald Sigurðsson kt. 140768-4809, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir lögbýlið Ála ln. 213588. Deiliskipulagstillagan tekur til hluta jarðarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss/bílskúrs allt að 200m², gestahúss allt að 70m², útihúss/skemmu allt að 300m² og útihús/geymslu allt að 70m². Aðkoma er um núverandi aðkomuveg að jörðinni. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að  tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1510042
Uppsalir - Deiliskipulag
Margrét Jóna Ísólfsdóttir kt. 120984-3069 og Þórður Freyr Sigurðsson kt. 240682-4949, óska eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir hluta af jörðinni Uppsalir ln. 164200. Deiliskipulagstillagan tekur til 3 ha. lóðar sem skipt verður úr jörðinni. Tillagan gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss / bílskúrs allt að 250m², gesthúss allt að 50m² og skemmu allt að 250m². Aðkoma verður um núverandi aðkomuveg að Uppsölum.

Ísólfur Gylfi vék af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Ísólfur Gylfi vék af fundi við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að  tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

 1510025Sámsstaðir - Deiliskipulagsbreyting
Helgi Jóhannesson kt. 041063-5219, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu á hluta gildandi deiliskipulags fyrir Sámstaði sem samþykkt var í sveitarstjórn Rangárþings eystra 14. febrúar 2013. Breytingin tekur til breyttrar landnotkunar á núverandi frístundahúsalóð sem breytt verður í landbúnaðarland vegna stofnunar lögbýlis. Gerðar eru breytingar á gildandi skilmálum er varða nýtingarhlutfall, fjölda og gerð bygginga á lóð, byggingarreiti og fyrirkomulagi fráveitu. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð deiliskipulagsbreytingar verði heimiluð. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem auglýst verði samhliða. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði aðalskipulagsbreyting samhliða deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að  tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1510014Austurvegur – Umsókn um stöðuleyfi / aðstöðu
Stefán Steinar Benediktsson kt. 061054-3329, óskar eftir aðstöðu á planinu við braggana á Austurvegi 4, til að koma fyrir móttöku á endurvinnanlegu plasti og gleri, skv. meðfylgjandi erindi. 

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að finna hentugri staðsetningu fyrir móttökuna í samræmi við umræður á fundi. 

Sveitarstjórn hafnar umsókn um stöðuleyfi. Skipulagsfulltrúi hefur nú þegar fundið hentuga lausn sem hugnast báðum aðilum. 

1509104Þorvaldseyri – Deiliskipulag
Ólafur Eggertsson kt. 170752-4149 leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir hluta af jörðinni Þorvaldseyri ln. 163728. Tillagan tekur til um 3 ha. svæðis úr jörðinni Þorvaldseyri. Tillagan tekur til byggingarreita fyrir gestahús og aðkomu að þeim. Tillagna geriri ráð fyrir að innan byggingarreits verði heimilt að byggja 3 gestahús sem hvert um sig geta verið allt að 50m². Aðkoma er um núverandi aðkomuvega að gestastofu og um núverandi vegslóða að rústum hútihúss á svo kölluðum Hæðum. Gert er ráð fyrir að sá slóði verði endurbættur. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Nefndin telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn telur ekki ástæðu til meðferðar skv. 1. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem að allar meginforsendur deiliskipulagsins liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Sveitarstjórn samþykkir að  tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1507005Réttarfit – Deiliskipulagsbreyting
Erling Magnússon kt. 261059-4799, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu á hluta gildandi deiliskipulags fyrir Réttarfit, Fljótshlíð. Breytingin tekur til fjölgunar á frístundalóðum, bætt verður við lóðum 13 og 15 á kostnað útivistarsvæðis. Einnig tekur tillagan til breytingar á byggingarskilmálum á þeim lóðum að viðbættri lóð nr. 7. Stærð sumarhúsa verður að hámarki 150m² auk þess sem heimilt verður að byggja allt að 30m² geymslu og 10m² garðáhaldageymslu. 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð deiliskipulagsbreytingar verði heimiluð. Einnig leggur nefndin til við sveitarstjórn að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024, sem auglýst verði samhliða. Skipulagsnefnd mælist til þess að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að unnin verði aðalskipulagsbreyting samhliða deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að  tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

1505010Steinmóðarbær - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillagan tekur til um 3ha. spildu úr landi Steinmóðarbæjar. Tillagan tekur til byggingar íbúðarhúss, bílskúrs og byggingar sem ætlaðar eru fyrir ferðaþjónustu. Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 10. júlí, með athugasemdafresti til 21. ágúst 2015. Engar athugasemdir bárust við tillöguna á auglýsingartíma. Umsagnir um tillöguna bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun. Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu í umsögnum. Skipulagsnefnd bókaði á fundi sínum 1. október 2015 að óskað yrði eftir umsögnum Veðurstofunnar og Umhverfisstofnunar. 

Umsögn barst frá Veðurstofunni. Brugðist hefur verið við umsögn og bætt inn texta í greinargerð deiliskipulagsins og kynnt málsaðila. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 


1511005Landeyjahöfn-Vörpun dýpkunarefnis-Ósk um umsögn
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Rangárþings eystra vegna tilkynningar Vegagerðar um stækkun á dýpkunar- og losunarsvæðis við Landeyjahöfn. Um er að ræða fyrispurn Vegagerðar vegna hugsanlegrar matsskyldu framkvæmdarinnar. 
Að mati skipulagsnefndar er vel gert grein fyrir framkvæmdinni í gögnum sem fylgdu tilkynningunni. Að mati nefndarinnar er framkvæmd við vörpun dýpkunarefna ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. 

Fundargerð skipulagsnefndar samþykkt í heild sinni. 


Gjaldskrár:
1.1511036 Álagningarreglur Rangárþings eystra 2016. Samþykkt samhljóða.
2.1511055 Gjaldskrrá  sorphirðu- og sorpeyðingu 2016. Afgreiðslu frestað.
3.1511054 Gjaldskrá Skógaveitu 2016. Samþykkt samhljóða.
4.1511053 Gjaldskrá fráveitu Rangárþings eystra 2016. Samþykkt samhljóða.
5.1511052 Gjaldskrá fjallaskála. Samþykkt samhljóða.
6.1511044 Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar. Samþykkt samhljóða með þeirri breytingu að mánaðarkort í líkamsrækt fyrir námsmenn verði óbreytt frá fyrri gjaldskrá.
7.1511043 Gjaldskrá félagsheimila. Samþykkt samhljóða.
8.1511042 Gjaldskrá leikskóla. Samþykkt að hækka gjaldskrá leikskóla um 3,79% frá árinu 2015.
9.1511040 Gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Hvolsskóla 2016.  Samþykkt að hækka gjaldskrá mötuneytis um 3,79% frá árinu 2015.

10.1511039 Reglur og gjaldskrá fyrir Skólaskjól Hvolsskóla 2016. Samþykkt að hækka gjaldskrá skólaskjóls um 3,79% frá árinu 2015.

11.1511038 Gjaldskrá fyrir kattahald í þéttbýli Rangárþings eystra 2016. Samþykkt samhljóða.
12.1511037 Gjaldskrá fyrir hundahald á Hvolsvelli 2016. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðir:
1.1511004 8. fundur jafnréttisnefndar 25.10.15 ( tillaga um að Guðni Ragnarsson verði varamaður í nefndinni ). 
Fundargerðin staðfest.
2.1511015 171. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 09.10.15 Staðfest.
3.1511016 4. fundur kirkjubyggingarnefndar 03.09.15 Staðfest.
4.1511017 16. fundur Vina Þórsmerkur 15.10.15 Staðfest.
5.1511018 172. stjórnarfundur Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. 28.10.15 Staðfest.
6.1511019 7. fundur stjórnar Gamla bæjarins í Múlakoti 28.10.15 Staðfest.
7.1511020 498. fundur stjórnar SASS 02.10.15 Staðfest.
8.1511022 5. fundur ungmennaráðs 24.10.15 Staðfest.
9.1511023 18. fundur stjórnar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Saftafellssýslu 21.10.15 Staðfest.
10.1511025 29. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. 26.10.15 Staðfest.
11.1511060 145. fundur Tónlistarskóla Rangæinga 04.11.15 Staðfest.
12.1511071 Fundargerð 21. fundar heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar frá 4. nóvember 2015 
Staðfest.


Mál til kynningar:
1.151079 Jafnréttisstofa, bréf dags. 12.10.15, beiðni um afhendingu á jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun.
2.1511026 Vegagerðin, bréf dags. 20.10.15, tilkynning um niðurfelling Vallarvegar 1 af vegaskrá. Einnig fylgja afrit af bréfum 1511027 Svala Jónsdóttir og  1511028 Jón Benediktsson. Sent samgöngu- og umferðarnefnd til upplýsinga.
3.1511029 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 05.10.15, Æskulýðsrannskóknin Ungt fólk.
4.151072 Brunabót, bréf dags. 06.10.15, ágóðahlutagreiðsla 2015.
5.1511030 Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dags. 08.10.15
6.1511031 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 01.10.15, eftirfylgni með úttekt á Leikskólanum Örk.
7.1511032 Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 28.10.15, áætluð úthutun framlags vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2016.
8.1511033 Innanríkisráðuneytið, bréf dags. 28.10.15, áætlun framlaga til nýbúafræðslu.
9.1511034 Íbúðalánasjóður, bréf dags. 08.10.15, erindi íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga.
10.1511025 Bréf samstarfshóps um Dag leikskólans  dags. 27.10.15
11.1511046 Ályktanir landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015.
12.1511047 Ástand gróðurs og umferðaröryggi dags. 28.09.15
13.1511048 Kjörbréf aðalfundar Bergrisans 30.10.15
14.1511049 Leyfisbréf Christiane Leonor Bahner 29.10.15
15.1511050 Leyfisbréf Jóns Guðmundssonar 28.10.15
16.1511059 Vestmannaeyjabær, bréf dags. 27.10.15, endurskoðun aðalskipulags Vestmannaeyja.  Erindinu vísað til skipulags- og byggingarfulltrúar til umsagnar.
17.1511062 Fundargerð 831. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30.10.15
18.1511064 – 1511061- 1511073 Aukavinna sveitarstjórnarmanna.

  
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00


____________________            _______________________
Lilja Einarsdóttir                        Ísólfur Gylfi Pálmason
   
                            
______________________             ________________________
Þórir Már Ólafsson              Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir
                                                                 
_______________________             _______________________    
Guðmundur Viðarsson               Kristín Þórðardóttir

_______________________  
Christiane L. Bahner