- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Allar samþykktar gjaldskrár Rangárþings eystra og byggðasamlaga sem sveitarfélagið er aðili að vegna ársins 2024 hafa nú verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Við gerð fjárhagsáætlunar lagði sveitarstjórn upp með að hóflegar hækkanir gjaldskráa og miðuðu við almennar verðhækkanir. Þó var ákveðið að taka séstaklega tillit til fjölskyldufólks og því eru engar hækkanir á gjaldskrám tengdum grunn- og leikskóla sveitarfélagsins. Það á við um gjaldskrá leikskólans Öldunnar, gjaldskrá skólamötuneytis og gjaldskrá Skólaskjólsins. Auk þess sem gjaldskrá Sorpstöðvar Rangárvallasýslu er óbreytt milli ára.