- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í Hvolsskóla hefur verið unnið að því að útbúa útikennslureit milli skólans og Íþróttamiðstöðvarinnar. Hvolsskóla áskotnaðist gróðurhús fyrir nokkru síðan en það hafði staðið ónotað á blett við skólann þar sem ekki hafði fundist staðsetning fyrir það ennþá. 6. bekkur Hvolsskóla ásamt umsjónakennara sínum komu með þá hugmynd að færa gróðurhúsið inn á útikennslusvæðið og loka þannig svæðið betur af og þá yrði húsið líka notað.
Föstudaginn 22. október mættu því áhaldahúsmenn á svæðið, færðu gróðurhúsið og komu því fyrir á varanlegum stað. Fyrir var á reitnum hænsnakofi og moltugerð og til stendur að nýta moltuna sem fellur til og hænsnaskít til ræktunar í gróðurhúsinu. Nemendur munu því taka þátt í spennandi umhverfis- og náttúrufræðiverkefnum á næstu árum.