- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri og Birna Sigurðardóttir, skólastjóri áttu fund í morgun með Gerard Pokruszynski, sendiherra Póllands. Umræðuefni fundarins var staða pólskra ríkisborgara í sveitarfélaginu með aðaláherslu á menntamál. Fundurinn var fræðandi, gagnlegur og lagði grunn að góðum samskiptum sveitarfélagsins við pólska sendiráðið.
Rangárþing eystra þakkar Gerard Pokruszynski, sendiherra kærlega fyrir komuna.