- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Fámennasta Héraðsþing HSK síðan 1959 var haldið fimmtudaginn 17. september sl. og ekki nóg með að það væri það fámennasta þá hefur líklega þingið aldrei staðið eins stutt yfir.
Íþróttafélagið Dímon var stigahæsta félag ársins eftir harða keppni við Ungmennafélag Selfoss. Dímon sigraði heildarstigakeppni héraðsmótanna með 154 stig, en Selfoss varð í 2. sæti með 148 stig.
Unglingabikar HSK fór til æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Geysis en þar er unnið mjög öflugt ungmennastarf. Mikil þátttaka var á viðburðum Geysis árið 2019 og meðal annars algjör sprenging í þátttöku á almennum reiðnámskeiðum.
Frétt og mynd fengin af vef sunnlenska.is
Á myndinni eru Arnheiður D. Einarsdóttir, formaður Dímonar, Sandra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Hamars og Lovísa Ragnarsdóttir frá Geysi.