- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir á Sámstaðarbakka hefur opnað einkasýningu í Gallerí Fold sem stendur yfir til 25. nóvember nk.
Af facebook síðu Gallerí Foldar
Einkasýning Hrafnhildar Ingu í Gallerí Fold ber yfirskriftina Vindheimar. Þar sýnir listmálarinn átakamikil málverk þar sem vindur, öldur, ský og náttúrufar eru í aðalhlutverki.
„Ég hleypi helst engu að í verkum mínum nema náttúrunni. Mannskepnan, dýr, blómavasar, bátar og byggingar eða annað ótengt náttúrunni kemur varla fyrir í verkum mínum. Kannski finnst mér allt slíkt trufla upplifunina, ” segir Hrafnhildur Inga. “Veðurfarið breytist stöðugt, viðfangsefnið er endalaust og kemur að sálarlífinu og sköpunargleðinni úr öllum áttum. Það er engin leið að verða þreyttur á því stórbrotna listaverki.“
Hrafnhildur Inga hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Þessi sýning er sjötta einkasýningin í Gallerí Fold en síðast sýndi hún þar árið 2021.