- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í Rangárþingi eystra hefur Covid smitum fjölgað allnokkuð og því hefur Anna Rún tekið þá ákvörðun að ekki sé ráð að halda úti skipulögðum hittingi í hreyfingu 60+ nú um þessar mundir. Um leið og breytingar verða á þessu mun Anna Rún auglýsa tímana hér á heimasíðu Rangárþings eystra sem og á Facebook.
Eins og áður hvetur Anna Rún þó alla íbúa til hreyfingar úti enda býður Rangárþing eystra upp á fjölmarga útivistarmöguleika í þétt- og dreifbýli.