Eins og flestir hundaeigendur á svæðinu vita var sett upp í sumar hundagerði við kirkjugarðinn á móts við Miðhús eins og sjá má hér fyrir ofan.

Hundagerðið hefur verið vel nýtt og vonandi kærkomið fyrir hundaeigendur.

Nú er búið að koma fyrir pokahöldurum og hundakúkapokum á nýja hundagerðinu okkar þökk sé henni Kristínu Ernu Leifsdóttur og Líflands. Kristín gekk í það verkefni að fá hundakúkapoka og pokahaldara hjá Líflandi sem brugðust snögg við og gaf hundagerðinu fullt af pokum og 4 pokahaldara. Við þökkum þeim báðum kærlega fyrir framtakið. Það er alltaf gaman að sjá þegar samfélagið stendur saman og hjálpast að.

Við viljum svo að sjálfsögðu biðja hundaeigendur um að ganga snyrtilega um gerðið og hirða upp eftir besta vininn og loka hliðunum á eftir sér.