- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Af gefnu tilefni vill Rangárþing eystra minna á að samkvæmt samþykkt um kattahald er það á ábyrgð kattaeiganda að gæta að kettir valdi ekki tjóni af neinu tagi. Nú í byrjun sumars er mikið um að vera hjá smáfuglunum enda hreiðurgerð og varp í fullum gangi og hvimleitt að kettir drepi fuglana og spilli varpinu. Íbúar hafa einnig kvartað yfir því að lausir kettir séu að eyðileggja beðin í görðum og er það miður.
Kattaeigendur eru hvattir til að að fara eftir samþykkt um kattahald þar sem segir m.a.:
4.gr.
Kattareiganda er skylt að gæta þess að köttur hans valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifum eða raski ró manna. Leyfishafa ber að greiða það tjón sem köttur hans veldur, svo og allan kostnað við að fjarlægja dýrið gerist þess þörf.
5.gr.
Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs, t.d. með því að hengja bjöllu á þá og eftir atvikum að takmarka útiveru þeirra. Foreldrar eru ábyrgir fyrir köttum ólögráða barna sinna.