Nemendur Hvolsskóla sigruðu sinn riðil í undankeppni Skólahreysti  sem fram fór 1. mars s.l. Við óskum keppendum og nemendum til hamingju með þennan fína árangur. Skólahreystin verður sýnd í sjónvarpinu þriðjudaginn 20. mars nk.

Fyrstu þrír riðlar í Skólahreysti MS fóru fram 1. mars s.l. í íþróttahúsinu Fífunni í Kópavogi. Húsfyllir var af stuðningsmönnum skólanna í öllum riðlunum þremur og mikil semming í húsinu. 

Skólar af Suðurlandi riðu á vaðið þetta árið; Gr. í Hveragerði, Flúðaskóli, Gr.í Þorlákshöfn, Víkurskóli, Kirkjubæjarskóli, Vallaskóli, Gr.Bláskógabyggðar, Flóaskóli, Sunnulækjarskóli, Gr.Vestmannaeyja og Hvolsskóli.


Úrslit í hverri grein

Upphífingar: Ragnar Þorri Vignisson úr Hvolsskóla með 39 stk. 

Armbeyjur: Eygló Arna Guðnadóttir úr Hvolsskóla með 39 stk. 

Dýfur: Ari Jóhannsson úr Flúðaskóla með 38 stk. 

Hreystigreip: Oddný Bárðardóttir úr Gr.Vestmannaeyja með tíminn 3.13 mín. 

Hraðaþraut: Hvolsskóli náði bestum tíma. Snædís Sól Böðvarsdóttir og Vignir Þór Sigurjónsson fóru á tímanum 02.21 mín. 

Úrslit í rilði 1 voru eftirfarandi : 1. sæti Hvolsskóli með 58 stig, 2. sæti Vallaskóli með 51 stig og í 3. sæti var það Gr. í Þorlákshöfn með 45,5 stig. Það er því ljóst að Hvolsskóli keppir til úrslita í Skólahreysti fimmtudaginn 26. apríl. 


Sjá nánar á www.skolahreysti.is 

Myndir frá keppninni má finna inn á myndasafni á vef Hvolsskóla www.hvolsskoli.is