- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Keppnin Skólahreysti er nú í gangi í 16. sinn og sendi Hvolsskóli vaskt lið til keppni þann 12. maí sl. Keppendur fyrir Hvolsskóla að þessu sinni voru þau Guðmundur Brynjar Guðnason, Teitur Snær Vignisson, Viktoría Vaka Guðmundsdóttir og Emma Eir Ívarsdóttir. Varamenn voru þau Emelía Sif Sveinbjörnsdóttir og Jón Ársæll Bergmann. Krakkarnir stóðu sig virkilega vel og lentu í 4. sæti af 12 skólum í sínum riðli.
Þjálfarar liðsins eru íþróttakennararnir Helgi Jens Hlíðdal og Lárus Viðar Stefánsson.