- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Er jólamastrið við Austurveg mögulega hæsta jólaskreyting landsins?
Það má að minnsta kosti með sanni segja að þetta einkenni Hvolsvallar er verulega falleg jólaskreyting.
Þegar Árni Árnason gerði þátt um Hvolsvöll fyrir sjónvarpsstöðina N4 nefndi hann að það væri snjallt að skreyta mastrið. Þóra Björg Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa, greip hann á orðinu og eftir að fá leyfi og styrk frá Mílu fyrir verkefninu var hafist handa. Að sjálfsögðu er það ekki í höndum hvers sem er að hanga utan á mastrinu til að setja upp ljósin en sveitarfélagið samdi við Björgunarsveitina Dagrenningu um uppsetningu. Björgunarsveitarfólkinu féll ekki verk úr hendi frekar en fyrri daginn og unnu hörðum höndum að því að klára verkið á ótrúlega stuttum tíma. Þau sem komu að þessu verkefni fyrir hönd Dagrenningar fá mikið hrós og kærar þakkir fyrir.
Jólamastrið sést víðsvegar frá og erum við afar ánægð með útkomuna.