- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
KFR á fjórar í U17 ára landsliðsæfingahópi
Enn bætist rós í hnappagatið hjá iðkendum uppöldum í KFR. Alls voru fjórar stúlkur valdar í U17 ára landsliðsæfingahóp kvenna. Greinilega er árangur erfiðisins að skila sér hjá stelpunum. Þetta er mikil hvatning fyrir þá sem yngri eru og sýnir svo ekki verði um villst að landsbyggðin á góða möguleika á að komast langt í íþróttum þrátt fyrir smæðina. Ótrúlega góður árangur að 4 leikmenn af 34 komi frá sama „litla félaginu“ úti á landi. Innilega til hamingju Bergrún Linda, Hrafnhildur, Katrín og Sabrína Lind. Frábær árangur hjá stelpunum.