Frábær Kjötsúpuhátíð fór fram um síðustu helgi í blíðskaparveðri. Metþátttaka íbúa og gesta var alla helgina og fór hátíðin einstaklega vel fram. Allir sem komu að skipulagningu, vinnu og/eða tóku þátt í hátíðinni með einum eða öðrum hætti eiga hrós skilið. Við erum núþegar farin að hlakka til næstu Kjötsúpuhátíðar og það á örugglega við um marga fleiri. Sveinn Ásgeir Jónsson brottfluttur Hvolsvellingur var meðal gesta á hátíðinni og tók þessa skemmtilegu mynd.