- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Menningarnefnd Rangárþings eystra vill árétta að Kjötsúpuhátíðinni 2020 er aflýst. Þ.e. að þeir viðburðir sem að sveitarfélagið hefur staðið fyrir sl. ár eins og súpurölt, hátíðardagskrá, brekkusöngur og brenna verða ekki í ár. Menningarnefnd þykir það afar miður að taka þurfi þessa ákvörðun en vegna þeirra sóttvarnareglna sem gilda í þjóðfélaginu er ekki stætt á öðru.
Menningarnefnd og Umhverfis- og náttúruverndarnefnd munu þó veita verðlaun fyrir Sveitarlistamann Rangárþing eystra og Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins en þau verða veitt rafrænt.