- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Á morgun, föstudaginn 9. október, mun Kvenfélagið Eining formlega afhenda sveitarfélaginu leiktæki á Gamla róló kl. 14:30. Það eru allir velkomnir að koma enda vel hægt að fylgja öllum sóttvörnum á svæðinu og halda góðu bili milli fólks. Svo er auðvitað bara gaman fyrir krakka að koma og prófa nýju tækin. Leiktækin eru lítill kastali og róla sem henta yngstu börnunum, 1 - 3 ára, og er afar góð viðbót við það skemmtilega svæði sem Gamli róló er.
Árið 2016 gaf Eining sveitarfélaginu bekk á Gamla róló í tilefni af 90 ára afmæli kvenfélagsing og nú bæta þær sem sé um betur með afhendingu leiktækjanna.
Fyrir þá sem eru ekki alveg klárir á því hvar Gamli róló er þá liggur hann milli Hvolsvegs og Túngötu og er aðgengi með göngustígum frá þessum götum.