- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Elsti hópur nemenda á leikskólanum Örk kom nýlega í heimsókn á Austurveg 4. Þar fengu þau að skoða alla króka og kima, heilsa upp á þá sem þar vinna og sátu svo fund með Lilju Einarsdóttur sveitarstjóra. Á fundinum var farið yfir hin ýmsu málefni, m.a. spurði sveitarstjóri krakkana hvaða leiktæki væri snjallt að hafa á leikvellinum við nýja leikskólann þegar hann verður klár og voru uppástungurnar margar og góðar.
Eftir fundinn þá sungu leikskólakrakkarnir fyrir starfsmenn á Austurveginum og slógu heldur betur í gegn. Þessi vika er fjölmenningarvika í leikskólanum og í hópnum sem heimsótti ráðhúsið voru börn og kennarar frá 6 löndum, það var því tilvalið að syngja Meistari Jakob á öllum þessum tungumálum sem þau og gerðu með glæsibrag.