- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Leikskólinn Aldan auglýsir eftir kennurum
Leikskólinn Aldan er nýr 8 deilda leikskóli á Hvolsvelli. Leikskólinn Aldan mun taka við af leikskólanum Örk og munu rúmlega 100 börn og 35 kennarar og leiðbeinendur starfa þar næsta haust. Við leitum eftir kennurum í eftirfarandi stöður til að starfa með okkur.
100% stöður deildarstjóra þar af ein tímabundinn staða til eins árs frá 8. ágúst 2023.
Starfssvið: Starfar samkvæmt starfslýsingu og í samráði við leikskólastjóra.
Leitað er að deildarstjórum með leiðtogahæfileika sem eru tilbúnir að taka þátt í að leiða og þróa metnaðarfullt og faglegt starf leikskólans í nýrri og glæsilegri byggingu sem opnar í ágúst.
Menntunar og hæfnikröfur:
Umsækjandi þarf að vera tilbúinn til að vinna að uppeldi og menntun barna í samræmi við námskrá og í nánu samstarfi við aðra kennara leikskólans.
100% stöður kennara frá 8. ágúst 2023
Starfssvið : Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar og hæfniskröfur:
Færni í samskiptum
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, hreint sakarvottorð og hafa náð þrepi C1 í íslensku samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2023. Við hvetjum öll kyn til að sækja um.
Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá og meðmælum á heimasíðu leikskólans ork.leikskoli.is undir flipanum - Um leikskólann – Starfsumsóknir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum FL.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri í síma 848 - 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur.is.
Uppeldisstefna Öldunnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Hugmyndafræðin felur í sér að börnin séu leitandi og gagnrýnin, tileinki sér þekkingu og skilning með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starfi. Að börnin geti tekið ígrundaðar ákvarðanir byggðar á þekkingu þeirra og gildismati.
Leikskólinn er að innleiða jákvæðan aga í starfinu ásamt því að vinna eftir handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi sem leikskólinn vann sem þróunarverkefni.
Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag í stöðugri sókn. Sveitarfélagið leggur ríka áherslu á samvinnu, virðingu og vellíðan á vinnustað.