- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Í 10 ár hefur Leikskólinn Örk tekið þátt í verkefninu Jól í skókassa. Í leikskólanum hafa að þessu sinni safnast 21 kassi í verkefnið en kassarnir eru svo sendir til barna í Úrkaníu sem minna mega sín.
Foreldrafélagið leggur til 1000kr í hvern kassa sem er kostnaður við verkefnið. Foreldrar og börn hafa komið með hluti eins og tannbursta, nammi og dót í kassanna. Hlutirnir mega vera notaðir eða nýjir. Á deildunum hafa börnin tekið þátt í að setja og velja hlutina í kassana. Eldri börnin fengu nánari útskýringar á verkefninu og tala um börnin sem mun fá gjafirnar og afhverju er verið að safna fyrir þau.